Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir tilnefningum í starfshóp um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf í vor (bréf dagsett 19. maí 2014). Í starfshópnum eru fulltrúar frá
mennta- og menningarmálaráðuneyti: Guðrún Birna Kjartansdóttir, formaður (án tilnefningar)
velferðarráðuneyti: Margrét Linda Ásgrímsdóttir og Ketill G. Jósefsson
atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti: Hanna Dóra Hólm Másdóttir og Sveinn Þorgrímsson
Félagi náms- og starfsráðgjafa: Helga Helgadóttir og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir
Arnar Jónsson hjá Capacent er til ráðgjafar við stefnumótunina
Stefnt er að því að hópurinn skili niðurstöðum 1. febrúar 2015.