Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf í maí sl. Í starfshópnum sitja fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Félags náms- og starfsráðgjafa.
Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur um framtíðarsýn, stefnu og aðgerðir fyrir náms- og starfsráðgjöf á Íslandi í samstarfi við helstu hagsmunaaðila og einnig að gera tillögur um uppbyggingu stoðkerfis fyrir ævilanga náms- og starfsráðgjöf.
Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur um framtíðarsýn, stefnu og aðgerðir fyrir náms- og starfsráðgjöf á Íslandi í samstarfi við hagsmunaaðila og einnig að gera tillögur um uppbyggingu stoðkerfis fyrir ævilanga náms- og starfsráðgjöf. Stuðst verður við vinnu sem fram fer í European Lifelong Guidance Policy Network (www.elgpn.eu) en víða í Evrópu er verið að þróa stefnu í náms- og starfsráðgjöf. Ísland er hluti af ELGPN frá árinu 2007.
Hægt er að nálgast drög að stefnunni hér.
Undanfarin ár hefur Alþingi samþykkt lög sem tengjast náms- og starfsráðgjöf
Þessar nýlegu viðbætur um náms- og starfsráðgjöf í íslenskum lögum og breyttar aðstæður á vinnumarkaði kalla á stefnu og ramma um málaflokkinn. Breytingar á vinnumarkaði og þróun síðustu ára hefur gert það að verkum að val á námi og störfum er flóknara ferli en áður. Náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum þar sem mikilvægt er fyrir ungt fólk að taka vel ígrundaðar ákvarðanir og fyrir fólk á vinnumarkaði að geta leitað að upplýsingum um nám og störf hvar og hvenær sem er.
Brotthvarf er vandamál í íslensku skólakerfi og samkvæmt tölum frá OECD er það um 30%, mun hærra en á Norðurlöndum og í löndunum sem við berum okkur saman við. Talið er að náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðsla sé liður í því að lækka þessa tölu.
Eftirspurn eftir náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðið fólk hefur aukist síðustu ár og þá sérstaklega við breyttar aðstæður á vinnumarkaði. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, símenntunarstöðvar víða um land og Vinnumálastofnun sinna sérstaklega þessum hópi fullorðinna. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að eigi fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020 og í ljósi þessa mikilvægt að upplýsingar um nám og störf séu aðgengilegar, sem og þjónusta náms- og starfsráðgjafa.
Stefnumótunarfundur með helstu hagsmunaaðilum var haldinn 28. nóvember frá kl. 8.30-12.30 á Hótel Sögu
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Birna Kjartansdóttir ([email protected]), formaður starfshóps um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf.
Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur um framtíðarsýn, stefnu og aðgerðir fyrir náms- og starfsráðgjöf á Íslandi í samstarfi við helstu hagsmunaaðila og einnig að gera tillögur um uppbyggingu stoðkerfis fyrir ævilanga náms- og starfsráðgjöf.
Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur um framtíðarsýn, stefnu og aðgerðir fyrir náms- og starfsráðgjöf á Íslandi í samstarfi við hagsmunaaðila og einnig að gera tillögur um uppbyggingu stoðkerfis fyrir ævilanga náms- og starfsráðgjöf. Stuðst verður við vinnu sem fram fer í European Lifelong Guidance Policy Network (www.elgpn.eu) en víða í Evrópu er verið að þróa stefnu í náms- og starfsráðgjöf. Ísland er hluti af ELGPN frá árinu 2007.
Hægt er að nálgast drög að stefnunni hér.
Undanfarin ár hefur Alþingi samþykkt lög sem tengjast náms- og starfsráðgjöf
- Í lögum um grunn- og framhaldsskóla frá árinu 2008 stendur að nemendur eigi rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum (L. 91/2008, 13. gr.; L. 92/2008, 37. gr.).
- Í lögum um náms- og starfsráðgjöf frá árinu 2009 er starfsheitið náms- og starfsráðgjafi lögverndað.
- Í lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 er kveðið á um að þeim, sem hyggjast leggja stund á nám sem uppfyllir skilyrði laga um framhaldsfræðslu, stendur til boða einstaklingsbundin náms- og starfsráðgjöf (L. 27/2010, 8. gr.).
Þessar nýlegu viðbætur um náms- og starfsráðgjöf í íslenskum lögum og breyttar aðstæður á vinnumarkaði kalla á stefnu og ramma um málaflokkinn. Breytingar á vinnumarkaði og þróun síðustu ára hefur gert það að verkum að val á námi og störfum er flóknara ferli en áður. Náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum þar sem mikilvægt er fyrir ungt fólk að taka vel ígrundaðar ákvarðanir og fyrir fólk á vinnumarkaði að geta leitað að upplýsingum um nám og störf hvar og hvenær sem er.
Brotthvarf er vandamál í íslensku skólakerfi og samkvæmt tölum frá OECD er það um 30%, mun hærra en á Norðurlöndum og í löndunum sem við berum okkur saman við. Talið er að náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðsla sé liður í því að lækka þessa tölu.
Eftirspurn eftir náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðið fólk hefur aukist síðustu ár og þá sérstaklega við breyttar aðstæður á vinnumarkaði. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, símenntunarstöðvar víða um land og Vinnumálastofnun sinna sérstaklega þessum hópi fullorðinna. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að eigi fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020 og í ljósi þessa mikilvægt að upplýsingar um nám og störf séu aðgengilegar, sem og þjónusta náms- og starfsráðgjafa.
Stefnumótunarfundur með helstu hagsmunaaðilum var haldinn 28. nóvember frá kl. 8.30-12.30 á Hótel Sögu
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Birna Kjartansdóttir ([email protected]), formaður starfshóps um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf.